Skip to main content
All CollectionsIntegrations
Hvernig tengi ég 50skills við Þjóðskrá Íslands?
Hvernig tengi ég 50skills við Þjóðskrá Íslands?

Auðveldaðu þér leitina af umsækjanda sem uppfyllir ákveðin skilyrði úr stórum hópi umsækjenda.

Helga Kolbrún Magnúsdóttir avatar
Written by Helga Kolbrún Magnúsdóttir
Updated over 7 months ago

Þessi grein útskýrir hvernig þú getur tengt 50skills við Þjóðskrá Íslands.

Tenging milli 50skills og Þjóðskrá Íslands gerir fyrirtækjum kleift að sía umsækjendur á fjölbreyttan hátt og vartöluprófa kennitölur í ráðningarferli.

Tengingin nýtist 50skills notendum þegar:

  • sía þarf umsækjendur eftir aldri

  • sía þarf umsækjendur eftir staðsetningu

  • sía þarf umsækjendur eftir mörgum breytum í einu

  • vartöluprufa á kennitölur fyrir ráðningarsamninga í onboarding ferlinu


Með tengingu við Þjóðskrá Íslands er hægt að sía umsækjendur eftir breytum á borð við nafn, aldri og/eða póstnúmeri.

Þegar farið er í listasýn af umsækjendum er hægt að nota síur til að sía út umsækjendur eftir ákveðnum breytum.

Hægt er að nota margar breytur í einu til að sía út umsækjendur sem henta starfslýsingunni.

Tenging 50skills við Þjóðskrá Íslands gerir fyrirtækjum kleift að stilla á vartöluprófun á kennitölureitum bæði í umsóknarforminu og í onboarding ferlinu.

Fyrirtæki geta hakað við að kennitölur séu vartöluprófaðar í umsóknarforminu, sem gerir ráðningarferlið auðveldara og kemur í veg fyrir innsláttarvillur.

Þegar komið er að onboarding ferlinu, getur Þjóðskrá komið í veg fyrir að rangar upplýsingar færist inn í ráðningarsamninginn. Þjóðskrá sækir nýjustu upplýsingarnar og þar með tryggist að allar upplýsingar um umsækjandann séu réttar.


Hvernig tengi ég 50skills við Þjóðskrá Íslands?

Skref 1

Hafa þarf samband við 50skills á vefspjalli og samþykkja tengingu við Þjóðskrá Íslands. Ath. tenging við Þjóðskrá felur í sér lítinn aukakostnað á mánuði. (Hægt er að fá verð upplýsingar á vefspjalli 50skills eða á integrations@50skills.com).

Skref 2

Breyta þarf umsóknarformi á störfum þannig að kennitölureiturinn sé skilyrtur í útfyllingu.

Til að bæta kennitölureitnum við í nýtt starf er smellt á +Nýtt starf.

Í skrefi tvö ("umsóknarform") eru kjarnaspurningarnar stilltar fyrir umsóknarformið. Þar er smellt á "required" fyrir kennitölureitinn. Þar með er umsækjandinn skyldugur til að setja inn kennitölu er hann sækir um starf.

**Athugið** að breyta þarf umsóknarformi á störfum sem nú þegar eru auglýst til þess að virkja Þjóðskrá tenginguna á þeim störfum.

Skref 3

Virkja þarf vartöluprófun í umsóknarforminu. Það er gert með því að fara í fyrirtækja stillingar. Neðst má sjá hvar hægt er að kveikja og slökkva á vartöluprófunum.


FAQ

Kostar tengingin við Þjóðskrá Íslands?

Já, hver uppfletting hjá Þjóðskrá hefur lítinn kostnað í för með sér. Hafðu samband til að fá að vita hver kostnaðurinn væri fyrir þig miðað við áætlað umfang og til að kveikja á tengingunni.

Tekur langan tíma að setja tenginguna á?

Nei, hún kemur yfirleitt samdægurs eftir að beiðni berst.

Hvaða upplýsingar fást úr Þjóðskrá Íslands?

Eins og er fást upplýsingar um fullt nafn, aldur og niðurbrot á heimilisfangi. Hægt er að óska eftir viðbótarupplýsingum (t.d. kyn) sem Þjóðskrá þarf að samþykkja með tilliti til persónuverndarlaga.

Hver er munurinn á Þjóðskrá síunum og síunum sem eru nú þegar til staðar í 50skills?

Umsækjandi þarf eingöngu að setja inn kennitölu svo hægt sé að sía eftir upplýsingum í Þjóðskrá. Ef það er ekki tenging við Þjóðskrá þarf að óska eftir því að umsækjendur fylli út sömu upplýsingar í sér reiti. Þetta felur því í sér töluverðan tímasparnað fyrir umsækjendur - og gagnagæði og skilvirkni fyrir vinnuveitendur.

Hvernig geta þessar upplýsingar hjálpað til við greiningar?

Með því að safna upplýsingum um t.d. aldur og heimilisfang - er hægt að útbúa greiningar sem sýna dreifni umsókna eftir aldri yfir ákveðið tímabil og hvernig skiptingin er eftir ólíkum stöðum sem auglýst er á. Það getur hjálpað til við ákvarðanir í hvar eigi leggja áherslur í auglýsingum og orðalagi í starfsauglýsingum.

Did this answer your question?