Skip to main content
All CollectionsFor applicants
Yfirlit til launagreiðanda
Yfirlit til launagreiðanda

yfirlit til launagreiðanda, persónuafsláttur, skattkort, skattur

Helga Kolbrún Magnúsdóttir avatar
Written by Helga Kolbrún Magnúsdóttir
Updated over 11 months ago

Hér eru stuttar leiðbeiningar varðandi það hvernig hægt er að ná í Pdf. skjalið 'Yfirlit til launagreiðanda' sem að nýir starfsmenn þurfa að skila inn þegar hafið er störf hjá nýjum vinnuveitanda.

ATH! Nauðsynlegt er að hafa við höndina 'Rafræn skilríki' í síma / korti eða aðgang að heimabanka til að geta farið inn á sitt svæði hjá skattinum og náð í skjalið.

Leiðbeiningar til að nálgast 'Rafræn skilríki' má finna hér - https://www.audkenni.is/rafraen-skilriki/afgreidslustadir-rafraenna-skilrikja/

1. Fyrsta skref er að fara inn á heimasíðu skattsins - https://www.skattur.is og skrá sig inn með þeirri auðkenningarleið sem hentar ykkur.

2. Þegar þú ert komin/n inn á forsíðuna þá er farið beint niður og smellt á hlekkinn "Yfirlit til launagreiðenda"

3. Seinasta skrefið er að sækja afritið sjálft en þá er einfaldlega smellt á 'Sækja Pdf' takkann sem er neðst í hægra horninu. Skjalið ætti þá að vistast sjálfkrafa á tölvuna þína.

Did this answer your question?